ÍSLAND og Bandaríkin mætast í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sunnudaginn 24. júlí. Leikurinn fer fram í Bandaríkjunum en keppnisstaður hefur ekki verið ákveðinn ennþá.

ÍSLAND og Bandaríkin mætast í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu sunnudaginn 24. júlí. Leikurinn fer fram í Bandaríkjunum en keppnisstaður hefur ekki verið ákveðinn ennþá. Þetta verður þriðja viðureign þjóðanna á aðeins 10 mánuðum en liðin léku tvívegis í september á síðasta ári, innan við mánuð eftir að bandaríska liðið hreppti Ólympíugullið í Aþenu. Bandaríska liðið vann báða leikina; 4:3 í mögnuðum leik í Rochester þar sem Ísland vann upp þriggja marka forskot Ólympíumeistaranna á aðeins 5 mínútum í síðari hálfleik, og 3:0 í Pittsburgh.

Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í ágúst. Íslenska liðið leikur þá gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli og Svíþjóð á útivelli, og mætir síðan Tékkum á útivelli í september.