Býflugnarækt | Á vordögum voru sjö býflugnabú flutt í Kelduhverfi. Þar með er tilraun til býflugnaræktar hafin aftur en það var fyrst gert árið 2001.
Býflugnarækt | Á vordögum voru sjö býflugnabú flutt í Kelduhverfi. Þar með er tilraun til býflugnaræktar hafin aftur en það var fyrst gert árið 2001. Það sumar voru tvö bú flutt í Kelduhverfið en veturinn eftir drápust allar flugurnar að því er talið er vegna vindnæðings. Búin eiga að þola frost og snjó en loftrásin út má þó aldrei lokast. Í sumarlok ætla býflugnabændur því að koma búunum fyrir á öruggum stað þar sem ekki næðir um þau. Það er Erlendur Á. Garðarsson í Gömlu Lindarbrekku sem stendur fyrir tilrauninni en Ólöf Sveinsdóttir Árdal sér um fimm búanna og Aðalsteinn Snæþórsson, Víkingavatni, og Ólafur Jónsson, Fjöllum, hvor um sitt hinna tveggja. Vonast þau til að geta bráðlega farið að safna gæðahunangi úr búunum, segir í frétt á vefnum kelduhverfi.is.