Tilþrif í Ketilhúsinu | Fyrsta heila starfsár Tónlistarfélags Akureyrar eftir að félagið var endurreist á síðasta ári hefst í dag kl. 16.00 með píanótónleikum í Ketilhúsinu.

Tilþrif í Ketilhúsinu | Fyrsta heila starfsár Tónlistarfélags Akureyrar eftir að félagið var endurreist á síðasta ári hefst í dag kl. 16.00 með píanótónleikum í Ketilhúsinu. Í vetur leggur félagið svo áherslu á mánaðarlega hádegistónleika í Ketilhúsinu þar sem starfandi tónlistarfólk á Norðurlandi lætur ljós sitt skína.

Á tónleikunum í dag leikur Aladár Rácz, píanóleikari á Húsavík, Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, eitthvert frægasta verk tónskáldsins. Aladar leikur þetta mikla verk nótnalaust og verður spennandi að heyra það flutt á nýja flygilinn sem tekinn var í notkun í Ketilhúsinu fyrr á þessu ári.

Fram undan er svo fjölbreytt vetrardagskrá Tónlistarfélags Akureyrar. Í hverjum mánuði verða haldnir hádegistónleikar þar sem tónlistarfólk á Akureyri og nágrenni kemur fram.