VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Austurlands og til að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Hópnum er ætlað að skila ráðherra skýrslu innan árs, þar sem fram komi m.a.

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Austurlands og til að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Hópnum er ætlað að skila ráðherra skýrslu innan árs, þar sem fram komi m.a. hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og viðgang svæðisins.

Albert Eymundsson, bæjarstjóri í Höfn og einn þeirra sem skipa verkefnisstjórnina, fagnar verkefninu og vonast til þess að það eigi eftir að skila einhverjum raunverulegum árangri.

Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu segir að markmiðið með verkefninu sé að stuðla að auknum hagvexti á svæðinu, fjölga atvinnutækifærum og treysta byggðakjarna.

Þar segir ennfremur að í verkefnisstjórninni verði lögð áhersla á samstarf einkaaðila og opinberra aðila víðsvegar að á Austurlandi. Slíkt samstarf sé afar mikilvægt.

Tólf manns skipa nefndina, m.a. fulltrúar sveitarstjórna og fyrirtækja á svæðinu. Formaður nefndarinnar er Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.