GREINING Íslandsbanka hefur gefið út nýtt verðmat á Marel en niðurstaða þess er 13.750 milljónir sem jafngildir 58,8 krónum á hlut en gengi bréfa félagsins í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær var 62,8 krónur á hlut.

GREINING Íslandsbanka hefur gefið út nýtt verðmat á Marel en niðurstaða þess er 13.750 milljónir sem jafngildir 58,8 krónum á hlut en gengi bréfa félagsins í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær var 62,8 krónur á hlut.

"Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar haldi bréfum sínum í Marel til lengri tíma litið. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma (þ.e. til næstu 3-6 mánaða) er að markaðsvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum," segir í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka.

Þá segir ennfremur að rekstur Marels hafi gengið vel og arðsemi eigin fjár verið mikil þegar haft sé í huga að ytri skilyrði hafi verið óhagstæð um lengri tíma.

Árangurinn sé afrakstur hagræðingaraðgerða og nýlega hafi félagið kynnt frekari aðgerðir til að bæta framlegð.

Verðmatið nú byggist á rekstrarhorfum fyrir núverandi rekstur og ekki sé reiknað með ytri vexti.