Líflegt í byggingaiðnaðinum | Öllum einbýlishúsalóðum sem auglýstar voru í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit hefur verið úthlutað og framkvæmdir eru hafnar við margar þeirra.

Líflegt í byggingaiðnaðinum | Öllum einbýlishúsalóðum sem auglýstar voru í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit hefur verið úthlutað og framkvæmdir eru hafnar við margar þeirra. Á árunum 2004 og 2005 var 26 lóðum úthlutað en fyrir voru 18 hús í Reykárhverfi svo um er að ræða verulega fjölgun íbúðarhúsa. Farið verður í frekara skipulag með haustinu.

Í Hörgárbyggð halda byggingarframkvæmdir áfram við Birkihlíð. Flutt hefur verið inn í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fimm húsum til viðbótar og verið er að reisa hús á einum þeirra. Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði átta. Mikil eftirspurn er eftir lóðum en hörgull er á þeim.