KÍNVERSKI risinn Yao Ming gerði í gær nýjan fimm ára samning við bandaríska körfuknattleiksliðið Houston Rockets. Samningurinn er metinn á 80 milljónir dollara sem er að jafnvirði rúmir 5 milljarðar íslenskra króna.
KÍNVERSKI risinn Yao Ming gerði í gær nýjan fimm ára samning við bandaríska körfuknattleiksliðið Houston Rockets. Samningurinn er metinn á 80 milljónir dollara sem er að jafnvirði rúmir 5 milljarðar íslenskra króna. Ming skrifaði undir samninginn í Peking í Kína í gær en hann spilaði með kínverska landsliðinu leikina tvo gegn Íslendingum í vikunni. Ming, sem er 2,26 metrar á hæð og nýtur gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu, gekk í raðir Houston fyrir þremur árum. Eftir brösótta byrjun hefur Kínverjanum vaxið ásmegin og hann hefur fundið sig æ betur í sterkustu körfuknattleiksdeild heims. Þau þrjú tímabil sem hann hefur spilað með Houston hefur hann skorað 16,4 stig að meðaltali og tekið 8,5 fráköst.