ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari í gær á fyrsta keppnisdegi Nykredit-mótsins í golfi á Evrópumótaröð kvenna en mótið fer fram á Kokkedal-vellinum við Kaupmannahöfn.
ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari í gær á fyrsta keppnisdegi Nykredit-mótsins í golfi á Evrópumótaröð kvenna en mótið fer fram á Kokkedal-vellinum við Kaupmannahöfn. Ólöf fékk fimm skolla og þrettán pör en hún er í 73.-84. sæti af 125 keppendum. Ólöf María þarf að leika mun betur í dag ætli hún sér að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu sem er það ellefta sem hún tekur þátt í á þessu ári.