BANDALAG íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnir um val á Bíl ársins 2005 upp úr miðjum október. Að bandalaginu standa átta blaðamenn sem sérhæfa sig í skrifum um bíla og bílatengd málefni.

BANDALAG íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnir um val á Bíl ársins 2005 upp úr miðjum október. Að bandalaginu standa átta blaðamenn sem sérhæfa sig í skrifum um bíla og bílatengd málefni. Þetta er annað árið í röð sem félagið stendur fyrir vali á Bíl ársins, en í fyrra hlaut Volvo S40 titilinn.

Bílunum verður, eins og í fyrra, skipt upp í fjóra flokka, þ.e. smábíla og minni millistærðarbíla, fjölskyldu- og lúxusbíla, jeppa og jepplinga og loks sportbíla. Veitt verður viðurkenning til þess bíls sem skarar fram úr í hverjum flokki auk þess sem einn bíll verður fyrir valinu sem Bíll ársins 2005.

Þeir bílar sem komust í forval eru eftirtaldir:

Smábílar og minni millistærðarbílar

Ford Focus

Citroen C4

Golf Plus

Opel Zafira

Skoda Octavia

Mercedes

Kia Rio

BMW 1

VW Fox

Toyota Aygo

Peugeot 1007

Suzuki Swift

Fjölskyldu- og lúxusbílar

Ford Freestyle

Mercedes

Cadillac STX

BMW 3

Hyundai Sonata

Audi A4

Audi A6

VW Passat

Lexus GS300

Alfa 159

Jeppar og jepplingar

Kia Sportage

Suzuki Grand Vitara

Ford 150

Mercedes M

Toyota Hilux

Lexus RX400h

Alfa 156 Crosswagon

Nissan Pathfinder

Nissan Murano

Land Rover Discovery

Range Rover Sport

Sportbílar

Ford Mustang

Mercedes R

Renault Mégane RS

VW Golf GTI