Sigurður Guðmundsson fæddist í Sunnuhlíð í Vatnsdal 23. ágúst 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 1. september.

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú

hljóta skalt.

(V. Briem.)

Guð umvefji þig ljósi friðar og kærleika.

Elín.