ÁSGEIR Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson eru báðir í svokölluðu "draumaliði" nýliða í þýska handknattleiknum, en það er vefur sport1.de sem stóð fyrir valinu. Valdir voru fimmtán leikmenn sem allir eru nýliðar í þýsku 1.

ÁSGEIR Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson eru báðir í svokölluðu "draumaliði" nýliða í þýska handknattleiknum, en það er vefur sport1.de sem stóð fyrir valinu. Valdir voru fimmtán leikmenn sem allir eru nýliðar í þýsku 1. deildinni en keppni í henni hefst í kvöld. Allir eiga það sammerkt að mati miðilisins að þeir geti sett svip á deildina og er Róbert m.a. sagður einn efnilegasti línumaður Evrópu.

Flensburg er talið líklegt til að vinna þýsku deildina á næsta vori að mati handknattleiksspekinga í Þýskalandi. Núverandi meistaralið, Kiel, hafnar í öðru sæti og lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg eru taldir hreppa þriðja sætið.