GENGI krónunnar hélt áfram að hækka í gær og styrktist um 0,7%. Við opnun í gær var gengisvísitalan 107,5 en við lokun stóð hún í 106,75. Gengisvísitala krónunnar fór síðast undir 107 stig í mars á þessu ári.

GENGI krónunnar hélt áfram að hækka í gær og styrktist um 0,7%. Við opnun í gær var gengisvísitalan 107,5 en við lokun stóð hún í 106,75. Gengisvísitala krónunnar fór síðast undir 107 stig í mars á þessu ári.

Mjög mikil velta var á millibankamarkaði í gær eða 21,2 milljarðar króna. Ástæðu hækkunar krónunnar síðustu daga má rekja til skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í krónum. Gengi evrunnar fór í gær undir 77 krónur í fyrsta sinn síðan í lok árs 2000. Lokagengið í gær var 76,76 krónur. Gengi dollarans var 61,62 krónur, pundsins 112,66.