TVEIR vísindamenn frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA -JPL) eru nú gestir sérfræðinga auðlindadeildar Háskólans á Akureyri og ÍSOR. Þeir eru Alberto Behar og Jaret Matthews.
TVEIR vísindamenn frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA -JPL) eru nú gestir sérfræðinga auðlindadeildar Háskólans á Akureyri og ÍSOR. Þeir eru Alberto Behar og Jaret Matthews. Þeir eru að gera tilraunir með hátæknibúnað sem verið er að sérhanna fyrir rannsóknir á djúpsjávarhverum, og þóttu grunnsjávarstrýturnar í Eyjafirði sérlega hentugar til prófana. Alberto hefur einnig komið að ýmsum öðrum rannsóknum NASA, til dæmis á Suðurskautslandinu, en einnig tekur hann þátt í hönnun og smíði á þjarkabílum til rannsókna á mars (Mars Rover). Hann heldur fyrirlestur um störf sín á hinum ýmsu svæðum sólkerfisins og verður fyrirlesturinn í rannsóknahúsinu Borgum hjá Sólborg kl. 16.30 í dag, föstudag, í stofu R311.