Pamela Anderson afhenti stúlkunum verðlaunin.
Pamela Anderson afhenti stúlkunum verðlaunin. — Reuters
DESTINY'S Child var valin besta poppsveit heims á Heimstónlistarverðlaunahátíðinni 2005, sem haldin var í Los Angeles í fyrradag. Pamela Anderson afhenti Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams verðlaunin.

DESTINY'S Child var valin besta poppsveit heims á Heimstónlistarverðlaunahátíðinni 2005, sem haldin var í Los Angeles í fyrradag. Pamela Anderson afhenti Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams verðlaunin.

Þá hlaut Mariah Carey verðlaunin sem vinsælasti r&b listamaðurinn og rapparinn The Game var valinn besti nýliðinn í karlaflokki. Snoop Dogg var krýndur konungur r&b listamanna. Á meðal annarra verðlaunahafa voru Gwen Stefani, fyrir plötu sína Love.Angel.Music.Baby. og á meðal frægra gesta voru tennisstjarnan Anna Kournikova, Alanis Morrisette og Sharon Osbourne. Kynnar voru Carmen Electra og James Denton, sem leikur í þáttunum um Aðþrengdar eiginkonur. Electra notaði tækifærið til að fara úr öllum fötum nema nærfatnaði.