BRASILÍSKI knattspyrnumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að framlengja samning sinn við spænska meistaraliðið Barcelona um tvö ár eða til ársins 2010.

BRASILÍSKI knattspyrnumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að framlengja samning sinn við spænska meistaraliðið Barcelona um tvö ár eða til ársins 2010.

Ronaldinho, sem útnefndur var knattspyrnumaður ársins af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu á síðasta ári, gekk í raðir Börsunga frá franska liðinu Paris SG fyrir tveimur árum og gerði þá fimm ára samning við félagið. Hann er 25 ára gamall en Barcelona reiddi fram tæpa 2 milljarða króna fyrir leikmanninn. Í nýjum samningi Ronaldinho við Barcelona er klásúla um að hægt sér að kaupa upp samninginn fyrir litla 9,5 milljarða króna.

Forráðamenn Barcelona hafa tryggt sér þjónustu fleiri leikmanna til ársins 2010 en Kamerúninn Samuel Eto'o, markahrókur þeirra Börsunga, miðjumennirnir Xavi og Deco ásamt markverðinum Victor Valdes hafa allir gengið frá nýjum samningum við liðið.