Í NÆSTU viku geta kylfingar leikið golf til styrktar Ragnhildi Sigurðardóttur Íslandsmeistara í golfi, en hún hyggst reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í nóvember. Styrktarmótið er með allsérstæðum hætti og stendur í viku.

Í NÆSTU viku geta kylfingar leikið golf til styrktar Ragnhildi Sigurðardóttur Íslandsmeistara í golfi, en hún hyggst reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í nóvember.

Styrktarmótið er með allsérstæðum hætti og stendur í viku. Hægt verður að leika báða velli GR, Korpuna og/eða Grafarholtið og hver og einn má skila inn eins mörgum kortum og hann vill. Hringurinn kostar 2.500 krónur og ekki þarf að greiða vallargjald. Þetta hefst á mánudaginn og sunnudaginn 11. september verður verðlaunaafhending í Grafarholtinu auk þess sem dregið verður úr skorkortum á hverjum degi. Vinningarnir eru veglegir, utanlandsferðir, símar, myndavélar, úttektir í verslunum og margt fleira.

Það eina sem kylfingar þurfa að gera til að styrkja Ragnhildi er að bóka tíma, greiða 2.500 krónur og skila síðan inn kortinu og þar með eru menn komnir í lukkupottinn hjá Íslandsmeistaranum.