FORSVARSMENN Félags einstæðra foreldra telja nauðsynlegt að forgangsraða af þeim biðlistum sem myndast hafa í Reykjavík vegna manneklu á frístundaheimilum. Þeir áttu stuttan fund með borgarstjóra Reykjavíkurborgar í vikunni.

FORSVARSMENN Félags einstæðra foreldra telja nauðsynlegt að forgangsraða af þeim biðlistum sem myndast hafa í Reykjavík vegna manneklu á frístundaheimilum. Þeir áttu stuttan fund með borgarstjóra Reykjavíkurborgar í vikunni.

Á fundinum var meðal annars tekið fyrir málefni frístundaheimila.

Var þar lögð fram sú athugasemd að ekki væri forgangsraðað af þeim biðlistum sem myndast hefðu vegna manneklu. Þrátt fyrir að um væri að ræða aðeins tímabundin vandkvæði hjá frístundaheimilum kæmi það sér afar illa á sumum heimilum þar sem heimilisaðstæður leyfðu ekki breyttan vinnutíma eða vinnutap. Félagið óskaði eftir því að framvegis yrði hugað að fjölskyldumynstri og aðstæðum þegar upp kæmu tilvik sem hefðu áhrif á heimaveru og vinnustundir foreldra.