[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gratíneruð ýsa 1 kg ýsuflök ½ lítri rjómi 250 g sveppir 200 g rækjur 1 dós sveppasmurostur (250 g) lítil dós ananasbitar (227 g) 1 poki gratínostur (200 g) karrí, salt, pipar, sojasósa Sveppirnir skornir í bita og steiktir á pönnu, kryddað með svörtum...
Gratíneruð ýsa

1 kg ýsuflök

½ lítri rjómi

250 g sveppir

200 g rækjur

1 dós sveppasmurostur (250 g)

lítil dós ananasbitar (227 g)

1 poki gratínostur (200 g)

karrí, salt, pipar, sojasósa

Sveppirnir skornir í bita og steiktir á pönnu, kryddað með svörtum pipar. Ýsuflökin skorin í bita og velt upp úr hveiti sem er kryddað með salti, pipar og karríi. Léttsteikt á pönnu og sett í eldfast form. Blanda saman á pönnunni rjóma, sveppaosti og sveppum, látið sjóða og síðast sett út í ananasbitar og rækjur. Kryddað með karríi, salti, pipar og sojasósu. Hellt yfir fiskinn og gratínosturinn settur yfir. Bakað í ofni við 180°C, eða þar til osturinn er orðinn gullbrúnn.

Meðlæti: Hrísgrjón og heitt hvítlauksbrauð. Má bæði nota sem forrétt og aðalrétt, uppskriftin er fyrir 6 manns sem aðalréttur.

Hunangslambalæri

Lambalæri kryddað með salti og pipar

Kryddsósa á kjötið

4 msk. hunang

2 msk. dijonsinnep

2 tsk. rósmarín

Í ofnskúffu fer síðan

vatn

1 laukur

1-2 gulrætur

4 lárviðarlauf

nokkur svört piparkorn

Ofninn er hitaður í 200°C, lærið er sett á grind og kryddað með salti og pipar. Sett inn í heitan ofn í 10-15 mín. Hráefnið í kryddsósuna sett í pott og hitað. Ofninn lækkaður niður í 150°C og kryddsósu er smurt yfir lærið. Henni er svo smurt yfir lærið tvisvar til þrisvar sinnum á steikingartímanum. Lærið þarf í kringum klukkustund í steikingu á hvert kíló.

Sósa: Soðið úr ofnskúffunni er sett í pott og bakað upp, bætt við rjóma og kjötkrafti eftir smekk.

Meðlæti: Brúnaðar kartöflur og salat.

Marsipanterta Hörpu

300 g sykur

6 stk. egg

100 g hveiti

100 g kartöflumjöl

1½ tsk. lyftiduft

Skipt í þrjá botna og sett í 26 cm kökuform. Bakað við 180°C.

Fylling á neðri botn

3 dl rjómi

½ dós jarðarber

6 makkarónukökur

Botninn bleyttur með jarðarberjasafanum. Rjóminn þeyttur, stöppuðum jarðarberjum og muldum makkarónukökum blandað saman við.

Fylling á efri botn

3 dl rjómi

½ dós perur

6 stk. after eight-súkkulaði

Botninn bleyttur með perusafanum. Rjóminn þeyttur, perur og súkkulaðið brytjað niður. Gott er að geyma súkkulaðið í ísskáp, því þá er auðveldara að skera það í bita. Blandað saman við rjómann.

Þriðji botninn settur yfir og bleyttur örlítið með perusafanum. Síðan er 4 dl af rjóma smurt á kökuna að utan áður en marsipanið er sett yfir.

600 g marsipan

Hægt er að kaupa marsipanið og láta fletja út hjá bakara. Skreytt eftir vild með berjum og súkkulaði.

Best er að setja á kökuna daginn áður en hún er borin fram.