Hljómsveit Benna Hemm Hemm er fjölmenn.
Hljómsveit Benna Hemm Hemm er fjölmenn.
BENNI Hemm Hemm leikur í Tjarnarbíói í kvöld en tilefni er útkoma fyrstu sveitarinnar. Platan samanstendur af 12 lögum, sem tekin voru upp í Sundlauginni, Mosfellsbæ og Klink og Bank. Smákökurnar gefa plötuna út, en dreifing er í höndum 12 Tóna.

BENNI Hemm Hemm leikur í Tjarnarbíói í kvöld en tilefni er útkoma fyrstu sveitarinnar. Platan samanstendur af 12 lögum, sem tekin voru upp í Sundlauginni, Mosfellsbæ og Klink og Bank. Smákökurnar gefa plötuna út, en dreifing er í höndum 12 Tóna.

Hljómsveit Benna Hemm Hemm er skipuð 13 hljóðfæraleikurum: Leifur Jónsson og Finnur Ragnarsson leika á básúnur, Sturlaugur Björnsson leikur á horn, Ingi Garðar Erlendsson leikur á alt-horn, Elsa Kristín Sigurðardóttir leikur á kornett, Áki Ásgeirsson og Eiríkur Orri Ólafsson leika á trompeta, Helgi Svavar Helgason leikur á trommur, Davíð Þór Jónsson leikur á bassagítar, Gestur Guðnason og Róbert Sturla Reynisson leika á gítara og Ólafur Björn Ólafsson leikur á klukkuspil og rhodes, en Benedikt Hermann Hermannsson syngur og leikur á gítar. Ragnar Kjartansson kemur fram sem sérstakur gestur sveitarinnar. Einnig kemur fram á tónleikunum Stórsveit Nix Noltes

Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum. Húsið verður opnað klukkan 21.