Matthew Roberts og Matt Thomas eru King Unique.
Matthew Roberts og Matt Thomas eru King Unique.
KING Unique ætlar að þeyta skífum á klúbbakvöldi á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll í kvöld, en teymið samanstendur af tveimur plötusnúðum frá Manchester á Englandi.

KING Unique ætlar að þeyta skífum á klúbbakvöldi á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll í kvöld, en teymið samanstendur af tveimur plötusnúðum frá Manchester á Englandi. Þeir eru Matthew Roberts og Matt Thomas, sá fyrrnefndi svokallaður "Cream Resident" og hinn var þekktur undir nafninu Mainframe þegar hann gaf út framsækin hljóð, eða "progressive sounds" á frummálinu.

Þeir félagar leiddu saman hesta sína í byrjun ársins 2000 og hafa síðan barist saman með einungis plötuspilara og ferðatölvu að vopni. Meðan Roberts þeytir skífunum grúskar Thomas í tölvunni, á hljómborði, og notast við hljóðsmala, eða "sampler", til ná fram hinum ýmsu hljómum í blönduninni. King Unique hefur sent frá sér röð margvíslegra og fjölbreyttra hljóðblandana, með "funky" og "techy" hás-tónum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum klúbbakvöldsins, Flex.