Efstu menn á mótinu voru ánægðir með árangurinn.
Efstu menn á mótinu voru ánægðir með árangurinn. — H rafn Jökulsson þakkaði Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss, fyrir framlag hans til skáklistarinnar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
GAMLA kempan Ingvar Ásmundsson sigraði á afmælismóti Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, sem Hrókurinn efndi til í Iðnó í vikunni. Í öðru sæti varð Davíð Kjartansson, en þeir Ingvar hlutu sex og hálfan vinning á mótinu.

GAMLA kempan Ingvar Ásmundsson sigraði á afmælismóti Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, sem Hrókurinn efndi til í Iðnó í vikunni. Í öðru sæti varð Davíð Kjartansson, en þeir Ingvar hlutu sex og hálfan vinning á mótinu. Í þriðja til fimmta sæti urðu Tómas Björnsson, Sigurður Páll Guðjónsson og Vignir Bjarnason, allir með fimm vinninga.

Afmælismót Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, var haldið í tilefni af 65 ára afmæli hans. Mótið fór fram í veitingasal Iðnó og tóku nokkrir af sterkustu skákmönnum landsins þátt í því, bæði ungir sem aldnir.

Sigurvegari mótsins, krýndur Bónusmeistari 2005, var Ingvar Ásmundsson og var hann þar með efstur í flokki 60 ára og eldri. Hann náði 6½ vinningi af sjö mögulegum á mótinu. Í flokki barna á grunnskólaaldri fór nafni hans Ingvar Ásbjörnsson með sigur af hólmi, en hann hlaut fjóra vinninga.

Margir þekktir lögðu leið sína í Iðnó til að fylgjast með mótinu sem þótti vel heppnað.

Við upphaf mótsins flutti Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, ávarp þar sem hann sagði að þegar Hróksmenn hefðu með örskömmum fyrirvara frétt af stórafmæli Jóhannesar hefðu þeir viljað halda afmælishátíð honum til heiðurs, enda Jóhannes einstakur velgjörðarmaður skáklistarinnar og Hróksins.