BANASLYS varð um borð í íslensku fiskiskipi í gærkvöld þegar það var statt 30 sjómílur vestnorðvestan við Garðskaga.

BANASLYS varð um borð í íslensku fiskiskipi í gærkvöld þegar það var statt 30 sjómílur vestnorðvestan við Garðskaga. Tildrög slyssins voru þau að skipverjinn klemmdist á milli trollhlera í skipinu og lést hann nær samstundis, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Tilkynning kom frá skipinu klukkan 20.44 og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Kom hún til baka með hinn látna kl. 22.14.

Ekki er unnt að birta nafn skipverjans að svo stöddu.