STARFSMANNAFÉLAG Akraness hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna bæjarins. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða á félagsfundi. Atkvæðagreiðslan verður í byrjun næstu viku.

STARFSMANNAFÉLAG Akraness hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna bæjarins. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða á félagsfundi.

Atkvæðagreiðslan verður í byrjun næstu viku. Verði niðurstaðan úr henni að boðað skuli til verkfalls tekur það 15 daga frá boðun að verkfallið skellur á. Skelli verkfallið á mun það hafa víðtæk áhrif á þjónustustofnanir bæjarfélagsins, en það tekur m.a. til starfsmanna skóla, leikskóla, dvalarheimilis aldraðra og íþróttamannvirkja.