— Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær | Fjóla Þorkelsdóttir gullsmiður verður með hugann við ástina á Ljósanótt. Hún ætlar að sýna hjartaskartgripi sína sem hún hefur verið að smíða undanfarna mánuði.

Reykjanesbær | Fjóla Þorkelsdóttir gullsmiður verður með hugann við ástina á Ljósanótt. Hún ætlar að sýna hjartaskartgripi sína sem hún hefur verið að smíða undanfarna mánuði. "Ég er nú aðallega að sækjast eftir einhverju fersku," sagði Fjóla í samtali við blaðamann. "Í fyrra sýndi ég krossa sem ég hafði verið að smíða en ég held að krossar og hjörtu séu gjafir sem flestar konur fá um ævina."

Fjóla leggur áherslu á kvenmannsskartgripi, aðallega hjartaarmbönd með leðri en segir aldrei að vita nema hún einbeiti sér að herrunum næstu Ljósanótt. Hér er Fjóla með eitt af hjartaarmböndum sínum.