ALBERT Jónsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins , hefur sagt upp störfum hjá lífeyrissjóðnum frá og með 1. september. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær.
ALBERT Jónsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins , hefur sagt upp störfum hjá lífeyrissjóðnum frá og með 1. september. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. "Albert hefur starfað hjá okkur í fjögur ár og hann hefur staðið sig vel þennan tíma. Það er mikil ánægja hjá okkur með störf hans," segir Haukur. Um ástæður uppsagnarinnar segir hann að það teljist alvanalegt að menn í fjármálageiranum ákveði að láti af störfum eins og hér sé raunin.