Rétt tímasetning. Norður &spade;542 &heart;753 ⋄D1094 &klubs;ÁDG Suður &spade;ÁKDG8 &heart;ÁK42 ⋄3 &klubs;1098 Suður spilar fjóra spaða. Útspilið er smátt lauf, sagnhafi svínar, en austur á kónginn og trompar út í öðrum slag (og vestur er...
Rétt tímasetning.

Norður
542
753
D1094
ÁDG

Suður
ÁKDG8
ÁK42
3
1098

Suður spilar fjóra spaða. Útspilið er smátt lauf, sagnhafi svínar, en austur á kónginn og trompar út í öðrum slag (og vestur er með).

Hvernig er best að spila?

Þetta er vandalaust ef hjartað fellur 3-3, en annars er hætta á að gefa tvo slagi á litinn. Það er langsótt að hægt sé að gera sér mat úr tíglinum og betri áætlun er að reyna að trompa fjórða hjartað í borði. Sem er hægt ef sá mótherji sem er með tvíspil í hjarta er líka með tvö tromp. En það verður að tímasetja spilamennskuna rétt.

Norður
542
753
D1094
ÁDG

Vestur Austur
97 1063
D8 G1096
Á8652 KG7
7653 K42

Suður
ÁKDG8
ÁK42
3
1098

Það verður að spila strax litlu hjarta undan tveimur efstu. Hvernig sem vörnin svarar getur sagnhafi nú skilið eitt tromp eftir í borði og stungið fjórða hjartað.