Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um jarðar gróður: Grænmetið oss gerir hraust - gulrót, kálið, næpan - og berin tínum blá í haust þótt bölvuð fylgi ræpan.

Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um jarðar gróður:

Grænmetið oss gerir hraust

- gulrót, kálið, næpan -

og berin tínum blá í haust

þótt bölvuð fylgi ræpan.

Einar Kolbeinsson sendir honum kjötkveðju:

Af grænmetinu glöggir sjá,

að gefst mjög lítill batinn,

og ég vil ekki éta frá

jórturdýrum matinn.

Fréttablaðið greindi frá bræðrum sem "byggðu höfn við túnfót móður sinnar". Konráð Erlendsson yrkir:

Bræður sjö með haga hönd,

haka, skóflu og taugar stinnar

höfn sér byggðu á

Höfðaströnd,

við hægri túnfót móður sinnar.

Björn Ingólfsson yrkir af sama tilefni:

Aftur hef ég af því spurn

sem ekki er talið minna

að maður byggði mikinn turn

milli túnfóta sinna.

pebl@mbl.is