George A. Romero er meistari hrollvekjunnar.
George A. Romero er meistari hrollvekjunnar.
LEIKSTJÓRINN George A. Romero, sem "fann upp" uppvakningamyndirnar, er loksins vaknaður á ný, með myndinni Land of the Dead .

LEIKSTJÓRINN George A. Romero, sem "fann upp" uppvakningamyndirnar, er loksins vaknaður á ný, með myndinni Land of the Dead . Fyrsta mynd hans, Night of the Living Dead , var sú fyrsta í þeim flokki í heiminum og í kjölfarið fylgdu Dawn of the Dead og Day of the Dead .

Í þessari nýju mynd bregður Romero upp átakanlegri mynd af nútímanum, þar sem hinir gangandi dauðu ráfa um óbyggðir og hinir lifandi reyna að lifa "venjulegu" lífi innan víggirtra borgarmarka. Nokkrir framtakssamir og miskunnarlausir tækifærissinnar mynda nýtt samfélag á efstu hæð skýjakljúfs, langt yfir stritandi almúganum á götunum. Utan borgarmarkanna byggist upp her hinna dauðu. Innan þeirra fer stjórnleysið vaxandi. Kallað er á hóp harðsnúinna málaliða til að kippa málum í liðinn og að veði er framtíð borgarinnar.

George A. Romero er leikstjóri og handritshöfundur Land of the Dead . Í aðalhlutverkum eru Simon Baker, John Leguizamo, Dennis Hopper, Asia Argento og Robert Joy. Framleiðendur eru Mark Canton, Bernie Goldman og Peter Grunwald.

ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 71/100 Roger Ebert &sstar;stjörnugjöf: 1&sstar; Hollywood Reporter 100/100 New York Times 100/100 Variety 90/100 (allt skv. metacritic)