Ávaxtakarfan, söngleikurinn vinsæli, verður sýndur í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardag kl. 13.00. Í aðalhlutverkum eru Birgitta Haukdal, Selma Björnsdóttir og Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson.

Ávaxtakarfan, söngleikurinn vinsæli, verður sýndur í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardag kl. 13.00. Í aðalhlutverkum eru Birgitta Haukdal, Selma Björnsdóttir og Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson. Aðstandendur sýningarinnar fullyrða að hér verði um að ræða stærstu barnaleiksýningu á Íslandi frá upphafi. Áhorfendur að Ávaxtakörfunni í Austurbæ, þar sem hún er sýnd í Reykjavík, eru rúmlega 500 en 1.500 áhorfendur komast fyrir í íþróttahöllinni.

Forsala aðgöngumiða er í verslunum Pennans á Akureyri, í Hafnarstræti og á Glerártorgi.

Söngvakeppni í dag

Í dag verður haldin söngvakeppni Ávaxtakörfunnar kl. 15 við verslun Pennans á Glerártorgi. Allir sem eru 12 ára og yngri mega syngja hvaða lag sem þeir vilja úr Ávaxtakörfunni, einsöng eða í hóp, og í vinninga verða m.a. miðar á sýninguna, árituð plaköt og geisladiskur með tónlist úr leikritinu. Sungið verður með tónlist undir og í hljóðnema.