VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 10.778 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 7.350 milljónir króna en með ríkisbréf fyrir um 3.289 milljónir króna. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Íslandsbanka eða fyrir um 5.
VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 10.778 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 7.350 milljónir króna en með ríkisbréf fyrir um 3.289 milljónir króna. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Íslandsbanka eða fyrir um 5.661 milljónir króna og lækkaði gengi á hlutabréfum bankans um 1,9%, líkt og bréf Tryggingamiðstöðvarinnar en það var jafnframt mesta lækkun dagsins. Mest hækkun varð hinsvegar á bréfum Atlantic Petroleum sem hækkuðu um 1,9%. Af fyrirtækjum í úrvalsvísitölu Aðallista hækkuðu bréf Granda hf. mest í gær eða um 1,7%. Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 0,6% og er nú 4.650 stig.