Þingvöllum, Íslandi, 2. september 1905 Guð minn góður, já! Ég fór í smá heimsókn til Íslands. En ég kem bráðum aftur til Brittaníu, og þaðan skrifa ég yður að nýju. Kærar kveðjur, Maurice Ravel. Þannig hljóðar póstkortið sem eitt merkasta tónskáld 20.

Þingvöllum, Íslandi, 2. september 1905

Guð minn góður, já! Ég fór í smá heimsókn til Íslands. En ég kem bráðum aftur til Brittaníu, og þaðan skrifa ég yður að nýju.

Kærar kveðjur, Maurice Ravel.

Þannig hljóðar póstkortið sem eitt merkasta tónskáld 20. aldar, Maurice Ravel, sendi þennan dag fyrir réttri öld frá Þingvöllum heim til Frakklands. Kortið er eina þekkta heimildin um ferð Ravels til Íslands. Kammersveit Reykjavíkur fagnar þessu einstaka póstkorti tónskáldsins með tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20. Fjögur öndvegisverk Ravels verða flutt á tónleikunum: Chansons Madécasses, fyrir flautu, selló og píanó, Strengjakvartett í F-dúr, Inngangur og Allegro, fyrir hörpu, strengjakvartett, flautu og klarinettu og Sónata fyrir fiðlu og píanó. Þá mun Pétur Gunnarsson rithöfundur leiða áheyrendur um menningarheim Frakklands og Íslands fyrir réttum hundrað árum og geta sér til um af hverju Ravel lagði hingað leið sína.

Meðal þekktustu verka Ravels eru Boléro, Gæsamömmusvíta, Harmljóð fyrir látna prinsessu og Spænsk rapsódía.