* CRAIG Campbell , skoski knattspyrnumaðurinn sem hefur spilað með Víkingum í Ólafsvík í 1. deildinni í sumar, er farinn heim og leikur ekki með Ólsurum í síðustu tveimur umferðunum. Campbell kom til Víkings frá skoska 1.

* CRAIG Campbell , skoski knattspyrnumaðurinn sem hefur spilað með Víkingum í Ólafsvík í 1. deildinni í sumar, er farinn heim og leikur ekki með Ólsurum í síðustu tveimur umferðunum. Campbell kom til Víkings frá skoska 1. deildarliðinu Ross County í vor og þurfti að fara aftur fyrir 1. september til að geta spilað í heimalandi sínu fyrir áramótin.

* GUÐLAUGUR Hafsteinn Erlendsson, körfuknattleiksmaður, sem lék með ÍR-ingum á síðustu leiktíð og þar áður með Tindastóli , Hamri og Þór Þorlákshöfn er genginn til liðs við KR .

* ROBBIE Fowler, framherji Manchester City, skoraði sigurmark varaliðs City sem lagði Wigan , 3:2. Fowler lék í 75 mínútur en þetta var fyrsti leikur hans á tímabilinu. Fowler hefur átt við bakmeiðsli að stríða en vonast nú til að geta byrjað á fullu. Það gæti hins vegar reynst honum þrautin þyngri að vinna sér sæti í liðinu því framherjar liðsins, þeir Andy Cole og Darius Vassell, hafa spilað mjög vel.

* NORSKI knattspyrnumaðurinn Erik Bakke hefur verið lánaður til Aston Villa frá Leeds United . Bakke missti mikið úr á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann er nú kominn á fulla ferð og verður í láni hjá Villa næstu fjóra mánuðina.

* ROBBIE Savage , miðvallarleikmaður Blackburn Rovers , hefur lýst því yfir öðru sinni að ferill hans með landsliði Wales sé á enda en Savage hefur ekki leikið með liðinu síðan hann gagnrýndi John Toshack , þjálfara liðsins, á síðustu leiktíð.

* SAVAGE hefur nú árangurslaust reynt að ná í Toshack til að bjóða fram þjónustu sína en Paul Parry , Mark Delaney , Danny Collins og Craig Bellamy geta ekki leikið með liðinu gegn Englandi í undankeppni HM á morgun.

* N-ÍRSKU landsliðsmennirnir Jeff Whitley og Phil Mulryne munu ekki að leika með N-Írum gegn Aserbaídsjan á morgun en þeir voru sendir heim eftir að hafa brotið útgöngubann liðsins. Aaron Hughes , fyrirliði liðsins, var vonsvikin að missa leikmennina tvo en sagði alla leikmennina styðja ákvörðunina og hún muni ekki koma niður á leik liðsins.

* ÍTALSKA stórliðið Juventus tryggði sér Gladstone Pereire Della Valentina að láni frá brasilíska liðinu Cruzeiro áður en fresturinn til félagsskipta rann út á miðvikudag en hann er tvítugur að aldri og vakti mikla athygli með Brasilíu á heimsmeistaramóti ungmenna í sumar.

* FRANSKI varnarmaðurinn Olivier Bernard gerði í gær tveggja ára samning við Glasgow Rangers og mun að öllum líkindum taka stöðu Michael Ball sem seldur var til PSV Eindhoven á dögunum.