Sundurtættur strætisvagn í London 7. júlí.
Sundurtættur strætisvagn í London 7. júlí. — Reuters
Dubai. AFP. | Ayman al-Zawahiri, næstæðsti maður al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, lýsti í gær yfir ábyrgð þeirra á hryðjuverkunum í London 7. júlí síðastliðinn. Kom þetta fram á myndbandi, sem sýnt var í sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera.

Dubai. AFP. | Ayman al-Zawahiri, næstæðsti maður al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, lýsti í gær yfir ábyrgð þeirra á hryðjuverkunum í London 7. júlí síðastliðinn. Kom þetta fram á myndbandi, sem sýnt var í sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera.

Á myndbandinu sést einnig Mohammad Sidique Khan, einn hryðjuverkamannanna í London, réttlæta hryðjuverkin en hann og al-Zawahiri kenndu stefnu Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, um þau. Hótaði al-Zawahiri fleiri árásum á vestræn ríki.