Stjórn INTER, samtak aðila sem veita Internetþjónustu, hefur ákveðið að leggja inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna tilboðs OgVodafone um fría áskrift að Sýn. Segist stjórnin telja að þrátt fyrir að tilboðið sé tímabundið og gildi til 1.
Stjórn INTER, samtak aðila sem veita Internetþjónustu, hefur ákveðið að leggja inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna tilboðs OgVodafone um fría áskrift að Sýn. Segist stjórnin telja að þrátt fyrir að tilboðið sé tímabundið og gildi til 1. október, og að það muni taka Samkeppniseftirlitið mun lengri tíma en svo að úrskurða um lögmæti þess, sé nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slík tilboð, þar sem sjónvarpsþjónusta og ADSL-netþjónusta séu seld samtvinnuð, séu lögleg.