ÍSLENDINGAR eru fjölmennasti hópur útlendinga í þýsku 1. deildinni í handknattleik en keppni hefst í kvöld. Alls leika fimmtán íslenskir handknattleiksmenn með liðum í deildinni og hafa þeir aldrei verið fleiri.
ÍSLENDINGAR eru fjölmennasti hópur útlendinga í þýsku 1. deildinni í handknattleik en keppni hefst í kvöld. Alls leika fimmtán íslenskir handknattleiksmenn með liðum í deildinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samtals eru 128 útlendingar af 23 þjóðernum á mála hjá þeim átján liðum sem leika í 1. deild. Næst fjölmennastir eru Svíar með þrettán leikmenn, tólf leikmenn koma frá Tékklandi, ellefu frá Póllandi og tíu eru danskir. Þetta kemur fram í samantekt þýska íþróttavefjarins sport1.de og er þess jafnframt getið að fjöldi íslenskra handknattleiksmanna veki athygli og ljóst sé að hið litla Ísland sé alls ekki svo smátt þegar að handknattleik kemur.