Samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir vegna sölu á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Símanum til Skipta ehf. og mun greiðsla kaupverðsins sem nemur 66,7 milljörðum króna og afhending hlutabréfanna fara fram 6.

Samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir vegna sölu á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Símanum til Skipta ehf. og mun greiðsla kaupverðsins sem nemur 66,7 milljörðum króna og afhending hlutabréfanna fara fram 6. september næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til hlutaðeigandi vegna kaupanna segir orðrétt: "Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar og umsagnar samrunatilkynningu, dags. 12. ágúst 2005, vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til athugasemda vegna þessara kaupa."