HINIR árlegu jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í dag og í kvöld í Laugardalshöll. Í gærdag var 5.381 miði seldur á aukatónleikana sem verða kl. 16 og því aðeins rúmlega hundrað miðar eftir en löngu uppselt er á seinni tónleikana sem hefjast kl. 20.

HINIR árlegu jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í dag og í kvöld í Laugardalshöll. Í gærdag var 5.381 miði seldur á aukatónleikana sem verða kl. 16 og því aðeins rúmlega hundrað miðar eftir en löngu uppselt er á seinni tónleikana sem hefjast kl. 20. Er hægt að slá því föstu að um stærstu jólatónleika Íslandssögunnar sé að ræða og annar eins fjöldi hefur líklegast ekki keypt sig á al-íslenska tónleika sem fram fara á einum degi.

Hægt er að nálgast miða á midi.is og í verslunum Skífunnar. Einnig verður hægt að kaupa miða í Laugardalshöll eftir hádegi.