Garður | Stærsta framkvæmdin á vegum sveitarfélagsins Garðs á næsta ári er stækkun leikskólans Gefnarborgar. Í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins kemur fram að kostnaður er áætlaður 50 milljónir kr. Áætlað er að taka viðbygginguna í notkun í ágúst 2006.

Garður | Stærsta framkvæmdin á vegum sveitarfélagsins Garðs á næsta ári er stækkun leikskólans Gefnarborgar. Í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins kemur fram að kostnaður er áætlaður 50 milljónir kr.

Áætlað er að taka viðbygginguna í notkun í ágúst 2006. Stækkun leikskólans er mikið átak fyrir sveitarfélagið, að því er fram kom hjá Sigurði Jónssyni bæjarstjóra, þegar hann kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Mun hún auka mjög þá þjónustu sem íbúunum er boðið upp á.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að miklu átaki við að malbika götur og leggja gangstéttir. Því er haldið áfram og er farið að huga að áframhaldi málsins vegna þess að margar nýjar götur hafa bæst við frá því áætlun um átakið var gerð.

Fram kom hjá bæjarstjóranum að kostnaður við lagningu nýrra gatna og undirbúning lóða hefði orðið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sagði hann að sú stefna hefði verið ríkjandi að hefja slíkar framkvæmdir eins fljótt og kostur er, eftir að umsóknir bærust. "Þessi stefna hefur átt stóran þátt í hraðri uppbyggingu og mun skila sér í auknum tekjum þegar fram líða stundir.