Magga Stína kynnir vikulega tónlistarmenn og hljómsveitir sem taka lagið í sjónvarpssal.
Í kvöld er það sjálfur Bubbi Morthens sem stígur á stokk og tekur nokkur af lögum sínum, en óhætt er að fullyrða að þar sé af nógu að taka enda Bubbi einn afkastamesti listamaður þjóðarinnar.
Bubbi gaf á árinu út tvær nýjar plötur auk þess sem endurútgefnar voru tvær af hans eldri, Kona og Ísbjarnarblús .
Um dagskrárgerð sjá Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir. Þátturinn er textaður á síðu 888 í Textavarpi.