Skiptingarspil. Norður &spade;G73 &heart;32 A/Enginn ⋄G97 &klubs;65432 Suður &spade;542 &heart;-- ⋄ÁKD1086 &klubs;ÁK98 Vestur Norður Austur Suður -- -- 4 spaðar 5 tíglar Pass Pass Pass Útspil: Hjartakóngur. Hvernig er best að spila?

Skiptingarspil.

Norður
G73
32 A/Enginn
G97
65432

Suður
542
--
ÁKD1086
ÁK98

Vestur Norður Austur Suður
-- -- 4 spaðar 5 tíglar
Pass Pass Pass

Útspil: Hjartakóngur.

Hvernig er best að spila?

Það er varla leyndarmál að vestur er spaðalaus - sem betur fer, því annars færi litlum sögum af spilinu. En það langur vegur frá því að ellefu slagir séu í húsi og vandinn felst ekki hvað síst í því að laufið er stíflað.

Ef láglitirnir falla báðir 2-2 vinnst spilið auðveldlega með því að taka tvisvar tromp og spila laufinu. Hitt er þó líklegra að vestur sé með þrílit í öðrum láglitum, a.m.k. Best er að trompa fyrsta slaginn hátt, spila tígli á blindan og trompa aftur hjarta hátt. Taka svo annað tromp. Ef báðir fylgja, er laufinu spilað og gildir einu þótt vestur fái slag á það þriðja, því hann verður þá að spila hjarta í tvöfalda eyðu. Í því tilfelli trompar sagnhafi í borði og hendir laufi heima til að losa um stífluna.

Ef tígullinn reynist vera 3-1 verður laufið að koma 2-2:

Norður
G73
32
G97
65432

Vestur Austur
-- ÁKD10986
KDG98764 Á105
532 4
D10 G7

Suður
542
--
ÁKD1086
ÁK98

Suður spilar laufinu og það skiptir ekki máli þótt vestur trompi það þriðja - hann verður að spila hjarta og þá má trompa í borði og henda laufi heima.