Ljósmyndir Jóhann Óli Hilmarsson sýnir ljósmyndir sínar á Flúðum.
Ljósmyndir Jóhann Óli Hilmarsson sýnir ljósmyndir sínar á Flúðum. — Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Flúðir | Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari á Stokkseyri, hefur opnað ljósmyndasýningu í verslun Samkaupa, Strax, á Flúðum. Jóhann Óli sýnir myndir af íslenskum dýrum og fuglum.

Flúðir | Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari á Stokkseyri, hefur opnað ljósmyndasýningu í verslun Samkaupa, Strax, á Flúðum. Jóhann Óli sýnir myndir af íslenskum dýrum og fuglum.

Jóhann Óli er þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar, sérstaklega fuglamyndir. Myndir hans hafa birst í bókum, blöðum, tímaritum og á sýningum um allan heim. Þekktasta verk hans er bókin Íslenskur fuglavísir, þar sem birtust nærri 500 ljósmyndir. Meðfram náttúruljósmyndun starfar Jóhann Óli að fuglarannsóknum og blaðamennsku. Hann er formaður Fuglaverndar. Sýningin á Flúðum er fimmta einkasýning Jóhanns Óla á árinu. Sýningin er sölusýning og er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar.