Í tilefni af fimmtíu ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness verður efnt til hátíðardagskrár í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag milli kl. 11.00- 22.00.

Í tilefni af fimmtíu ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness verður efnt til hátíðardagskrár í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag milli kl. 11.00-
22.00. Þar munu tónlistarmenn, leikarar, skáld og fræðimenn koma fram og minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti. Einnig verður opnuð sýning þar sem ýmislegt í kringum Nóbelsverðlaunin verður rifjað upp og mun hún standa út janúar.

Dagskrá

Kl. 11.00 Ég býð þér dús, mín elskulega þjóð. Skólakór Kársness tekur á móti gestum með söng. Þór Tuliníus leikari flytur þakkarræðu Halldórs Laxness. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra opnar sýninguna Flístríóið hittir Laxness. Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka, Valur Brynjar Antonsson frá Nýhil. Hlutverk og framtíðarsýn Gljúfrasteins. Þórarinn Eldjárn stjórnarformaður og Guðný Dóra Gestsdóttir framkvæmdastjóri kynna. Kl. 13.00 Hvert örstutt spor, Skólakór Kársness syngur og les upp undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kl. 14.00 Málþing í samvinnu við Lesbók Morgunblaðsins. Jón Karl Helgason: Stemmning í Stokkhólmi. Bergljót Kristjándsdóttir: Veðreiðahestur með sorpvagn í eftirdragi? Um viðtökur við verkum Halldórs Laxness fyrir og eftir nóbelsverðlaun. Stjórnandi málþings og umræðna er Guðmundur Heiðar Frímannsson. Kl. 15.00 Hjá lygnri móðu. Ragnhildur Gísladóttir og Davíð Þór Jónsson Kl. 17.00 Bráðum kemur betri tíð. KK spilar og syngur fyrir gesti. Kl. 18.00 Láttu aungvan mann segja þér. Flís hittir Laxness. Flístríó Davíðs Þórs Jónssonar, Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar og Helga Svavars Helgasonar. Kl. 20.00 Unglingarnir í skóginum Nýhil hópurinn : Haukur Már Helgason Kristín Eiríksdóttir Valur Brynjar Antonsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Óttar Martin Norðfjörð, Ófeigur Sigurðsson, Eiríkur Örn Norðdahl. Böðvar Yngvi Jakobsson flytur ljóð afturábak. Dóri DNA flytur rímur og rapp. Leikstjóri hátíðardagskrár: Viðar Eggertsson. Hönnuður sýningar: Ólafur Engilbertsson.