REYKJAVÍKURAkademían verður með opinn umræðufund um innflytjendamál í dag, laugardaginn 10. desember kl. 12-14, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, á Hringbraut 121 4. hæð.

REYKJAVÍKURAkademían verður með opinn umræðufund um innflytjendamál í dag, laugardaginn 10. desember kl. 12-14, í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, á Hringbraut 121 4. hæð.

Innflytjendaumræðan Varavinnuafl eða vannýtt auðlind, heldur áfram og í þetta sinn verður m.a. fjallað um hvort það séu Taílendingar í Taflfélagi Reykjavíkur? Með öðrum orðum er sjónum beint að því hvort og þá með hvaða hætti innflytjendur á Íslandi taka þátt í félagslífi landsmanna. Jafnframt verður spurt hvort þeir taki virkan þátt í pólitíkinni, verkalýðsfélögum, leikfélögum og kórum.

Fyrirlesari er Andrea Sompit Siengboon uppeldis- og menntunarfræðingur. Í pallborði eru: Toshiki Toma prestur innflytjenda, Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi.