Elín Ósk Óskarsdóttir
Elín Ósk Óskarsdóttir
Í ÁR er fimm ára starfsafmæli Óperukórs Hafnarfjarðar. Kórinn var stofnaður síðsumars árið 2000 og þá undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og undirleikari Peter Máté.

Í ÁR er fimm ára starfsafmæli Óperukórs Hafnarfjarðar. Kórinn var stofnaður síðsumars árið 2000 og þá undir nafninu Söngsveit Hafnarfjarðar.

Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og undirleikari Peter Máté.

Aðventutónleikar kórsins verða á mánudaginn kl. 20 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fluttar verða jólaperlur íslenskar og erlendar, einsöngvarar verða Elín Ósk Óskarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Björg Karitas Jónsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Björn Björnsson,

Kjartan Ólafsson, Birgir Hólm Ólafsson, Ari B.Gústafsson,

Kristinn Kristinsson, Haraldur Baldursson og Stefán Arngrímsson.

Kórinn telur nú 70 manns og er skipaður söngfólki bæði með mikla reynslu eða menntun á sviði sönglistarinnar.