— AP
RÚMLEGA fimmtíu ára sögu hinna frægu, rauðu Routemaster-strætisvagna í London lauk í gær þegar ekin var síðasta ferðin á leið 159, vagninn er hér á leið yfir Westminster-brúna.

RÚMLEGA fimmtíu ára sögu hinna frægu, rauðu Routemaster-strætisvagna í London lauk í gær þegar ekin var síðasta ferðin á leið 159, vagninn er hér á leið yfir Westminster-brúna. Munu aðrar gerðir nú taka við og ekki endilega í rauða litnum, nýju vagnarnir eru sagðir öruggari og hægt er að koma hjólastólum og barnavögnum í nýju vagnana. Um 350 Routemaster-vagnar hafa þegar verið seldir og munu fá margvísleg hlutverk, sumum verður breytt í bari, öðrum í skjól fyrir heimilislausa. En til að sýna hefðinni virðingu mun einn Routemaster verða notaður áfram á tveim leiðum, 9 og 15. Um borð í tveggja hæða vagninum í gær voru 40 farþegar auk ýmissa embættismanna. "Ég ólst upp með Routemaster þegar ég átti heima í Enfield í Norður-London. Við erum að glata svo mörgu hefðbundnu," sagði einn farþeganna, Fred Martin, með eftirsjá.