Robin Van Persie hefur leikið afar vel með Arsenal í vetur og skorað grimmt. Hér fagnar hann marki í Evrópuleik gegn Sparta Prag ásamt Emmanuel Eboue og Lauren.
Robin Van Persie hefur leikið afar vel með Arsenal í vetur og skorað grimmt. Hér fagnar hann marki í Evrópuleik gegn Sparta Prag ásamt Emmanuel Eboue og Lauren. — Reuters
HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Robin van Persie hefur samið við Arsenal á ný, en framherjinn segir að enska úrvalsdeildin sé sú deild sem höfði mest til hans og að lífið á Englandi sé honum að skapi.

HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Robin van Persie hefur samið við Arsenal á ný, en framherjinn segir að enska úrvalsdeildin sé sú deild sem höfði mest til hans og að lífið á Englandi sé honum að skapi. "Mér líður mjög vel hjá félaginu, ég er búinn að finna draumahúsið í London og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu nema því sem snýr að fótboltanum," sagði van Persie við dagblaðið Algemeen í heimalandi sínu.

Þegar þessir hlutir eru komnir á hreint get ég haldið áfram að einbeita mér að því að gera enn betur á æfingum og í leikjum liðsins," sagði Van Persie, sem stóð í ströngu í haust utan vallar þar sem hann var kærður fyrir kynferðislega áreitni en málið var látið niður falla.

Hinn 22 ára gamli Persie verður líklega í byrjunarliði Arsenal gegn Newcastle á útivelli í dag.

Freddy Shepard, stjórnarformaður Newcastle, hefur haft yfir litlu að gleðjast undanfarin misseri en svo virðist sem Greame Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, nái ekki að snúa gengi liðsins við. Varnarleikur liðsins hefur verið afleitur en Shepard segir að ljósið í myrkrinu sé markvarsla írska landsliðsmannsin Shay Given. Shepard segir að Given sé einfaldlega besti markvörður sem leikið hafi fyrir félagið. Enskir fjölmiðlar segja flestir að sá markvörður sem leiki fyrir aftan varnarmann á borð við Titus Bramble og Jean Alain Boumsong verði ávallt að vera viðbúinn því versta en þeir félagar hafa gert ótrúlega mörg mistök það sem af er tímabilinu.

Nolberto Solano, leikamaður Newcastle, segir að leikmenn liðsins verði að búast harðri mótspyrnu frá Arsenal eftir 2:0 tap liðsins gegn Bolton um sl. helgi en Arsenal hefur alls ekki náð sér á strik á útivöllum á leiktíðinni. "Það er valinn maður í hverri stöðu hjá Arsenal og þeir ætla örugglega að sýna hvað í þeim býr eftir tapið gegn Bolton," sagði Solano en hann landsliðsmaður frá Paragvæ.

Michael Owen verður líklega með Newcastle í þessum leik en Kyreon Dyer er enn og aftur meiddur á aftanverðum lærvöðva. Spánverjinn Jose Antonio Reyes er meiddur í liði Arsenal en einnig eru vandamál í vinstri bakvarðarstöðunni en Ashley Cole, Gael Clichy og Pascal Cygan eiga allir við meiðsli að stríða.