Leikarinn David Schwimmer , sem er Íslendingum að góðu kunnur sem Ross í sjónvarpsþáttunum Vinir ( Friends ), mun leika í leikriti á Broadway í New York á næsta ári.

Leikarinn David Schwimmer , sem er Íslendingum að góðu kunnur sem Ross í sjónvarpsþáttunum Vinir ( Friends ), mun leika í leikriti á Broadway í New York á næsta ári. Schwimmer lék í nýjasta leikriti Neil LaBute , Sumar stelpur ( Some girls ), á þessu ári í Gielgud-leikhúsinu á West End í Lundúnum, og hlaut góða dóma breskra gagnrýnenda fyrir þá túlkun sína.

Leikritið sem Schwimmer mun leika í á Broadway heitir The Caine Mutiny Court-Martial eða Herréttur vegna uppreisnarinnar á Caine , sem er leikgerð Pulitzerverðlaunaskáldsögu Hermans Wouk frá árinu 1951. Schwimmer mun þar leika sjóliðsforingja á bandarísku herskipi í seinni heimsstyrjöldinni, sem á við geðræn vandamál að stríða. Áhafnarmeðlimir gera þar uppreisn, eins og nafnið gefur til kynna.

Leikarinn Henry Fonda lék liðsforingjann þegar leikritið var sýnt fyrsta sinni árið 1954 og síðar lék Humphrey Bogart sama hlutverk í kvikmyndagerð skáldsögunnar. Jerry Zaks leikstýrir verkinu að þessu sinni. Það verður frumsýnt þann 7. maí næstkomandi. Fréttavefur BBC sagði frá þessu.