UMSAMINN einingafjöldi barna- og unglingageðlækna var ekki fullnýttur á árunum 2002-2004. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
UMSAMINN einingafjöldi barna- og unglingageðlækna var ekki fullnýttur á árunum 2002-2004. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
Í yfirlýsingunni segir að fimm barna- og unglingageðlæknar hafi vænt heilbrigðisráðherra um ósannindi, í grein eftir þá sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þá sýni yfirlit yfir umsamdar einingar og nýtingu þeirra fram á að ráðherra hafi farið með rétt mál. | 54