SVÖLURNAR, félag flugfreyja, færðu nýlega sjúkraþjálfun MS félagins, nýtt og fullkomið æfingahjól til nota í dagvist og endurhæfingarmiðstöð MS félagsins.
SVÖLURNAR, félag flugfreyja, færðu nýlega sjúkraþjálfun MS félagins, nýtt og fullkomið æfingahjól til nota í dagvist og endurhæfingarmiðstöð MS félagsins. Þetta er í annað sinn sem Svölurnar gefa félaginu hjól af þessu tagi en hjól þessi eru meðal annars þannig úr garði gerð að hægt er að fara á þau sitjandi í hjólastól og hjóla síðan með og án mótstöðu, segir í fréttatilkynningu.
Á myndinni sýnir Valdimar Arnþórsson varaformaður MS félagins hvernig nota má hjólið þegar Svölurnar afhentu það með formlegri viðhöfn.