Alþingi
Alþingi — Morgunblaðið/Sverrir
ÞINGFUNDUM Alþingis hefur verið frestað fram til 17. janúar nk. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra las forsetabréf þess efnis á áttunda tímanum í gærkvöld. Áður voru 26 frumvörp gerð að lögum.

ÞINGFUNDUM Alþingis hefur verið frestað fram til 17. janúar nk. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra las forsetabréf þess efnis á áttunda tímanum í gærkvöld. Áður voru 26 frumvörp gerð að lögum. Þar á meðal frumvarp um starfsmannaleigur, frumvarp um olíugjald og kílómetragjald og frumvarp um ráðstöfun á söluandvirði Símans.

Þrátt fyrir miklar annir síðasta þingdaginn fyrir jól sáu þingmennirnir Helgi Hjörvar, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Mörður Árnason, sér fært að slá á létta strengi, eins og þessi mynd ber með sér.

Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, sagði að þegar hlé væri gert á þingfundum virtust margir líta svo á að þingmenn væru komnir í frí. Það væri mikill misskilningur, því starf þingmanna snerist ekki bara um ræðuhöld í þingsalnum. Þeir sinntu margvíslegum skyldum í þinghléi. Hún óskaði því næst öllum gleðilegra jóla.